Fyrirtæki og stofnanir

Description

Flashcards on Fyrirtæki og stofnanir, created by Sigurlaug Rúnarsdóttir on 26/04/2015.
Sigurlaug Rúnarsdóttir
Flashcards by Sigurlaug Rúnarsdóttir, updated more than 1 year ago
Sigurlaug Rúnarsdóttir
Created by Sigurlaug Rúnarsdóttir almost 9 years ago
124
1

Resource summary

Question Answer
Hvað er skipurit? 4 atriði. 1. Sýnir stjórnskipulag fyrirtækis. 2. Ákveður samskiptaleiðir innan fyrirtækisins. 3. Flokkar starfsfólk í deildir. 4. Er fyrirkomulag um samskipti, samhæfingar og samþættingar verkefna á milli deilda.
Nefndu dæmi um hvaða afleiðingar það getur haft fyrir fyrirtæki ef ekki er valið rétt skipurit? Að ákvarðanataka verði hæg og að ósamræmi myndist milli verkefna.
Hvaða áhrif getur rétt skipurit haft fyrir fyrirtæki? Jákvæð áhrif á starfsfólk og fyrirtæki. Mikilvægt er að velja skipurit sem hentar hverju fyrirtæki fyrir sig.
Um hvað snýst markaðsfærsla/markaðssetning í sinni einföldustu mynd? Að finna út þarfir og óskir viðskiptavina og uppfylla þær.
Hvað er markaðsfærsla? Útskýrðu nánar. Markaðsfærsla eru aðgerðir og ferli sem skapa, miðla, skila og skiptast á vörum og þjónustu sem hafa virði fyrir viðskiptavini, meðeigendur og þjóðfélagið í heild. Hún gengur út á að byggja upp og viðhalda viðskiptasambandi milli fyrirtækis og viðskiptavina. Áhersla er á að halda sambandinu við viðskiptavininn sterku með því að einblína á virði þess fyrir viðskiptavininn.
Hvað er markaðsáhersla? Markaðsáherslan gerir ráð fyrir að fyrirtæki hafi þekkingu á þörfum og óskum viðskiptavina sinna og fullnægi þeim með skilvirkari hætti en samkeppnisaðilarnir gera. (aðeins hugmyndafræði)
Hvað er söluáhersla? Fyrirtæki leggja mikla áherslu á auglýsingar og kynningar á vörum fyrirtækisins til að reyna að auka sölu svo kröfum um arðsemi verði fullnægt. Þarfir og kröfur neytandans eru ekki hafðar í huga.
Um hvað snýst markaðsfærsla með söluáherslu, og hvernig hefur henni verið lýst? Snýst um að færa fyrirfram ákveðið virði til viðskiptavinar. Fyrirtæki þurfi því að leggja hart að sér við að selja og kynna vörur sínar og þjónustu Lýst þannig að fyrirtæki séu að selja það sem þau geti framleitt í stað þess að framleiða það sem þau geti selt.
Hvað er markaðshneigð og af hverju einkennist hún? Markaðshneigð er fyrirtækjamenning sem einkennist af því að allir starfsmenn eru skuldbundnir því viðfangsefni að auka virði fyrir viðskiptavini. Snýst um víðtæka þekkingaröflun á breytingum í markaðsumhverfinu, miðlun þessarar þekkingar innan skipulagsheildarinnar & að viðbrögð hennar taki mið af síbreytilegum þörfum & óskum sem finna má á markaðinum.
Hvernig er mynd til að lýsa markaðshneigð?
Hvað er mikilvægt þegar markaðshneigð er skoðuð? Fyrst og fremst þarf að horfa á markaðshneigð sem menningu en ekki aðeins samsafn ferla og aðgerða sem aðskilin eru frá fyrirtækjamenningunni. Markaðshneigð er því eins konar samblanda af hegðun, færni & fyrirtækjamenningu. Þess vegna er mikilvægt að skoða alla þessa þætti.
Hver er munurinn á markaðsáherslu og markaðshneigð? Ekki er alltaf gerður greinamunur á þessum hugtökum. Nauðsynlegt er þó að aðskilja þau, þar sem markaðsáherslan er tiltekin hugmyndafræði og markaðshneigð innleiðing hennar í starfsemi fyrirtækja.
Hvað er skipulagsheild? ....nokkurs konar kerfi mannlegra athafna, sem á grundvelli ákveðinnar verkaskiptingar, sérhæfingar og samræmingar vinnur að ákveðnu marki.
Hvernig skilgreindi Daft skipulagsheuld? Á þann hátt að hún er félagsleg heild sem er drifin áfram af markmiðum sínum og skipulögð á meðvitaðan hátt. Vinnulag og ferlar innan hennar eru samhæfð í virk kerfi og hún hefur tengsl við ytra umhverfi sitt.
Hvað er markaðsdrifið fyrirtæki? Fyrirtæki sem hefur tileinkað sér hugmyndafræði markaðsáherslunnar og hagar sér í samræmi við það. (Fyrirtæki gerir aldrei neitt! Það er fólk sem gerir eitthvað sem fulltrúar fyrirtækis! Þess vegna gengur oft illa að byggja upp markaðsdrifið fyrirtæki.)
Í hvaða 2 hluta má skipta markaðsdrifi fyrirtækja? 1. Hegðun og færni. 2. Þekking og viðhorf.
Hver er munurinn á óformlegum og formlegum leiðtoga/stjórnanda? Nefndu dæmi. 1. Formlegum leiðtoga er gefin forstýra. Hlutverk þeirra í hópnum er að vera leiðtogi. Formlegur leiðtogi á að skipuleggja og leiðbeina fólki við að vinna við að ná markmiðum hópsins. Dæmi: framkvæmdarstjóri innan fyrirtækis. 2. Óformlegur leiðtogi er einhver sem hefur ekki leyfi til að stjórna hóp, samt fylgir hópurinn því sem hann gerir og segir. Dæmi: brandarakallinn í bekknum er óformlegur leiðtogi en kennarinn formlegur. (Mikilvægt fyrir óformlega og formlega leiðtoga að finna leið til þess að vinna saman)
Hvert er hlutverk stjórnar og framkvæmdarstjórnar? Stjórn og framkvæmdastjórn ættu að tryggja að rétt verkferli séu fyrir hendi til að vernda orðspor fyrirtækis, vörumerki þess og markaðsvirði.
Hver er munurinn á hlutverkum stjórnar og stjórnanda í stefnumótun? Stjórn: Mótar og ákveður, metur og hefur áhrif á, hafa eftirlit með. Stjórnandi: Daglegur rekstur, setur af stað aðgerðir, tryggir heildarvelferð.
Hver er munurinn á framleiðslu og framreiðslu? Framleiðsla: eitthvað sem þú býrð til. Framreiðsla: eitthvað sem þú býður fram, t.d. þjónusta.
Mynd sem útskýrir framleiðslu og framreiðslu. Hefur "hráefni" - Framleiðir úr því - Framreiðir
Hvað er fjærumhverfi (Macro environment)? Fyrirtæki eða stofnanir geta ekki haft mikil áhrif á fjærumhverfið (geta ekki stjórnað þessum því), t.d. pólitískir, lagalegir, samfélagslegir þættir – en sem fyrirtæki þurfa að taka tillit til þegar þau ákveða stefnu sína og fl. (því þættirnir hafa áhrif á starfsemi þeirra). Fjærumhverfið samanstendur af breiðum kröftum sem hafa ekki aðeins áhrif á fyrirtækið heldur alla aðila í nærumhverfinu.
Hvað er viðskiptaumhverfi (TASK environment)? Er staðsett mitt á milli, og er í raun skilin (tengingin) á milli, MICRO og MACRO umhverfis. TASK getur talist til beggja en oftar er horft á það sem fjær umhverfi af því að þar innan eru þættir sem einstakt fyrirtæki getur ekki ráðið yfir (nema þá mjög stórt á markaði), breytt eða haft áhrif á, nema að litlu leiti. Geta verið margir hlutir. Að vissu leiti stoðkerfi, t.d. samkeppnisaðilar, viðskiptavinir, birgjar, eitthvað stórt fyrirtæki á markaðinum (eins og Icelandair á íslenska flugumferðamarkaðinum).
Hvað er nærumhverfi (Micro environment)? Nærumhverfi samanstendur af gerendum í nálægu umhverfi fyrirtækisins sem hefur bein áhrif á getu fyrirtækisins til þess að starfa á skilvirkan hátt. Helstu þættir sem mynda nærumhverfið eru birgjar, dreifingaraðilar, viðskiptavinir og samkeppnisaðilar.
Hvað einkennir samkeppni? Starfsemi í samkeppni sem fullnægir sömu eða svipuðum þörfum. Þá er samkeppnin skilgreind út frá neytendum og miðar við það að ef neytendur hafa val um tvær eða fleiri leiðir til að fullnægja þörfum sínum og löngunum, þá sé til staðar samkeppni.
Hvað eru stoðfyrirtæki? Ekkert fyrirtæki getur verið eitt á markaðinum. Öll fyrirtæki eru í samkeppni, en þau eru líka í samvinnu því ekkert þeirra gæti verið án hinna.
Hverju er velgengni fyrirtækja háð? Hún er að miklu leyti háð því hve vel eða illa starfsemin er í takti við það umhverfi sem fyrirtækið starfar í.
Hvað er POP (Point of parody)? Það sem er eins. Eiginleikar sem eru ekki endilega einstæðir fyrir vörumerkið heldur geta verið sameiginlegir mörgum öðrum vörumerkjum, þar sem þeir geta samt a.m.k. jafnast á við fullyrðingar samkeppnisaðila. (Þótt POP séu yfirleitt ekki ástæða til að velja vörumerki getur fjarvera þeirra vissulega verið ástæði til að hætta (að versla við) vörumerki.)
Hvað er POD (Point of difference)? Það sem er öðruvísi. Eiginleikar eða ávinningar sem neytendur tengja sterklega ákveðnu vörumerki, kunna að meta og álíta að þeir gætu ekki fundið það sama hjá samkeppnisaðilum. Leið til að segjast hafa yfirburði eða vera öðruvísi en aðrar vörur í sama flokki.
Hvað er markhópur? Markhópur er hópur fólks sem virkja á til þátttöku í tilteknu verkefni, höfða til eða hafa áhrif á.
Hvað er nauðsynlegt að gera þegar unnið er með markhópa? Af hverju? Það er nauðsynlegt að skilgreina markhópinn vel í undirbúningi til að gera starfið markvissara. Það er augljóst að þarfir og áhugamál fólks eru mismunandi eftir aldri, kynferði, þjóðerni, efnahag o.s.frv. Markhóparnir geta því verið æðimargir og mismunandi.
Hvað er SLOW ferðamennska? Hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar á að innleiða þetta viðhorf? Nýtt fyrirbæri. Reynt að draga úr áhrifum ferðalaga á náttúru og samfélag. Ferðalög eru farin hægt til að njóta meira hvers áfangastaðar fyrir sig, og ferðalagsins sjálfs, og til að ná að eiga samskipti við heimamenn og menningu þeirra, til að ferðamátinn verði meira fullnægjandi og visthæfur. Þegar áfangastaðir skilgreina sig sem SLOW (eins og t.d. Akureyri) þá þarf að passa að ferðaskipuleggjendur, -skrifstofur o.fl. viti hvað þetta stendur fyrir.
Hvað eru framlegð og framleiðni? 1. Framlegð: sala mínus kostnaður. Það sem stendur eftir, hagnaður. 2. Framleiðni: Hversu mörg stykki hægt er að framleiða eða viðskiptavini er hægt að afgreiða á ákveðnum tíma. (Það hefur oft verið sagt að framleiðni sé ekki góð á Íslandi. Mikið til vegna þess að við vitum ekki hvað við erum að gera.)
Af hverju skiptir mannauður máli? 5 atriði. 1. Hann er hreyfiafl fyrirtækja. 2. Þeir sem framkvæma. 3. Þeir sem taka á móti skömmum. 4. Þeir sem vonandi fá hrós og umbun. 5. Eru hlekkur í lengri keðju: – Stærri mynd > hagkerfi >samfélag.
Hver er munurinn á EHF (einkahlutafélögum) og SLF (Samlagsfélögum)? EHF: - Allt frá einum stofnaðila. - Takmörkuð ábyrgð, aðeins á framlögðu fé. - Skattur 20%. - Hentugt til fjárfestinga. - Stór og eða blandaður rekstur. SLF: - Þarf 2 ótengda aðila. - Bera 100% ábyrgð á félaginu. - Skattur 37%. - Ekki hentugt til fjárfestinga. - Lítill rekstur, helst á 0.kr.
Hver er munurinn á ferðaskrifstofuleyfi og ferðaskipuleggjendaleyfi? Við fyrstu sýn virðist lítill munur á þessum tveimur starfsleyfum. Hinsvegar mega einungis ferðaskrifstofur selja svokallaðar alferðir. Þetta þýðir að ef ferð stendur yfir í lengri tíma en sólarhring þá þarf ferðaskrifstofuleyfi í stað ferðaskipuleggjendaleyfi.
Fyrir hvað stendur SMART (hegðun - umbun - tími)? S - sértækt M - mælanlegt A - aðgreinanlegt/aðlaðandi R - raunhæft (geranlegt á einhverjum tíma) T - tímasett
Hvað er átt við með SMART? 3 atriði. 1. Það er ákveðin hegðun sem þarf að ýta undir. 2. Fyrir jákvæða hegðun þarf að umbuna en fyrir neikvæða hegðun ætti að vera einhvers konar afleiðing, mögulega brottrekstur. 3. Þetta þarf að vera þannig tímasett að hún gerist þar og nú eða strax á eftir, ekki viku seinna.
Hvað er Lovelock og um hvað snýst það? 4 atriði. 1. Þetta er leið til að búa til virði (value) fyrir bæði viðskiptavini og fyrirtæki (þann sem veitir þjónustu). 2. Gæði snúast um kostina eða ágóðan fyrir viðskiptavininn. 3. Framleiðni snýst um kostnað fyrirtækis. 4. Með því að auka framleiðni er hægt að draga úr kostnaði.
Hvað er öfugi þríhyrningurinn? Það skipulag fyrirtækja, oft nefnd þjónustufyrirtæki, sem taka viðskiptavini með í skipuritið sitt. Í honum er skírskotun til þess að hver starfsmaður frá stjórn eða framkvæmdarstjórn leggur sig fram við að þjónusta næsta stjórnunarlevel alveg fram að viðskiptavinum. Áherslumunurinn er þá þessi: hann tekur til greina óskir, þarfir og langanir viðskiptavina og þeir eru þá í raun “æðsta” vald eða áhrifavaldur nýsköpunar (oft) innan fyrirtækisins.
Hvernig er öfugi þríhyrningurinn (mynd)?
Hver eru 8 P-in? 1. Product (vara/þjónusta) 2. Price (verð) 3. Place (staður/vettvangur) 4. Promotions (kynning) 5. People (fólk) 6. Process (ferlar) 7. Physical evidence (umgjörð) 8. Productivity and quality (framleiðni og gæði) (Til að muna: People place their pricey (price) products to promote (promotion) and process physical evidence with productivity and quality.)
Um hvað snúast 8 P-in um í stuttu máli? Alla þá þætti sem huga þarf að þegar verið er að markaðssetja vöru eða þjónustu. Þau eru tæki til að styðjast við, svo einhverjir þættir í ferlinu gleymist ekki og að markaðssetningin sé hugsuð til enda.
Hver eru 8 skrefin við að breyta fyrirtæki (transformation efforts)? 1. Skapa nauðsyn fyrir breytingunni - gera hana skýra og áríðandi. 2. Öflug stjórn sem leiðir breytinguna. 3. Búa til skýra stefnu. 4. Að miðla stefnunni. 5. Að gera fólki kleift að fylgja stefnunni og vinna að henni. 6. Að skipuleggja og búa til skammtíma sigra. 7. Styrkja framfarir og ná fram enn fleiri breytingum. 8. Búa til nýjar aðferðir - gera þær að parti af fyrirtækinu.
Hvað er stefna fyrirtækis? "Það sem fyrirtæki vill VERA og vill VERÐA." Stefnan felur í sér tilganginn með fyrirtækinu, hlutverkið og framtíðarsýn þess, mörkun á tilvistarrými þess, útfærslu á þjónustunni sem það veitir og leiðbeiningar um alla framvindu athafna í starfseminni, þar með talinn árangurinn af starfseminni. Stefna er ekki bara tilgreind og skjalfest heldur er hún líka til staðar í huga og höndum fólksins í fyrirtækinu.
Hvaða hugmyndir hefur stefnan að geyma? - Hún hefur að geyma lykilhugmyndir um starfsemi og þróun fyrirtækisins í því umhverfi sem það starfar í. - Stefnan er leiðbeinandi og gefur fyrirtækinu áttina í starfseminni. - Meginstefnan er lýsandi fyrir þá átt sem er haldið í. - Meginmálið að stefnan sé skýr og sterkast er þegar forstjóri fyrirtækisins leiðir starfið með ótvíræðum hætti.
Á hverju byggist fyrirtækjamenning? - Rót menningar byggist á tiltekinni heimsmynd, grunnviðmiðum og grundvallarafstöðu sem er sameiginleg hópnum, jafnvel þótt hann geri sér ekki grein fyrir því. - Grunnmyndin tekur hægfara breytingum, hefur áhrif á gildismat innan fyrirtækisins. - Menningin getur haldið fyrirtækinu í hjólförum í átt sem getur verið önnur en yfirlýst stefna þess segir fyrir um. - Menning er breytileg
Hverjar eru hinar 3 hegðunarbreytur og 2 ákvarðanabreytur sem Narver og Slater töluðu um í sambandi við markaðshneigð? Hegðunarbreytur: 1. Viðskiptavinaahneigð (customer orientation). 2. Samkeppnishneigð (competitor orientation). 3. Samþætt markaðsstarf (interfunctional coordination). Ákvarðanabreytur: 1. Hagnaður (profitability). 2. Langtímafókus (long-term focus).
Hvernig eru hegðunar- og ákvarðanabreyturnar (mynd)?
Af hverju samandstanda viðskiptavinahneigð og samkeppnishneigð? Þau samanstanda af öllum þeim aðgerðum sem snúa að öflun upplýsinga um viðskiptavini og samkeppnisaðila og miðla þeim áfram innan skipulagsheildarinnar.
Hvað felst í samþættu markaðsstarfi? Að öll starfsemin þarf að miða að því að ná markmiðum skipulagheildarinnar en ekki einungis markaðsdeildin.
Á hverju byggist markaðshneigð, samkvæmt Narver og Slater, og hvert er grundvallarmarkmið hennar? - Hún byggist á langtímafókus bæði hvað varðar hagnað og innleiðingu á hegðunarbreytunum þremur. - Grundvallarmarkmið markaðshneigðar er hagnaður.
Hvert var markmið rannsóknar Narver og Slater? 2 atriði. 1. Að þróa mælitæki til að mæla markaðshneigð. 2. Vildu líka greina áhrif markaðshneigðar á árangur fyrirtækja.
Hverjar voru niðurstöður rannsóknarinnar Narver og Slater? - Að markaðshneigð væri mikilvægur þáttur á arðsemi fyrirtækja. - Það kom í ljós að missterkt samband væri á milli þáttanna og fór það eftir því hvort fyrirtæki væru með einslitar vörur (commodity business) eða munaðarvörur (noncommodity business).
Hvernig mældist sambandið milli markaðshneigðar og árangurs fyrirtækja? - Jákvætt samband mældist á milli markaðshneigðar og árangurs fyrirtækja með munaðarvörur, en U-laga tengsl mældust þegar um einsleitar vörur var að ræða. - Það þýðir að jákvæð tengsl voru á milli markaðshneigðar og árangurs fyrirtækja með mikla og litla markaðshneigð en ekki þeirra fyrirtækja sem mældust með miðlungs markaðshneigð, þegar um einsleitar vörur var að ræða.
Hvert var markmið rannsóknar Kohli og Jaworski? Að setja fram skilgreiningu á markaðshneigð.
Hverjir voru 3 grundvallarþættirnir í grein Kohli og Jaworski um markaðsáherslu og markaðshneigð? 1. Áhersla á þarfir viðskiptavina (costumer focus). 2. Samþætt markaðsstarf (coordinated marketing). 3. Arðsemi (profitability).
Hvað er áhersla á þarfir viðskiptavina (costumer focus)? - Lykilþáttur markaðshneigðar. - Byggist ekki einungis á því að fyrirtæki afli sér upplýsinga um núverandi þarfir viðskiptavina sinna heldur einnig væntanlegar þarfir þeirra, ásamt gagnaöflun um ytri þætti eins og samkeppnisaðila og lagaumhverfi.
Hvað er samþætt markaðsstarf (coordinated marketing)? Snýst um það að allar deildir skipulagsheildarinnar, ekki einungis markaðsdeildin, séu meðvitaðar um þarfir og langanir viðskiptavina fyrirtækisins og séu reiðubúnar að bregðist við þessum þörfum á árangursríkan hátt.
Hvað er arðsemi (profitability)? - Einn af grundvallarþáttum markaðshneigðar. - Kohli og Jaworski héldu því fram að hún væri afleiðing markaðshneigðar en ekki hluti af hugmyndafræðinni á bak við hugtakið.
Hvernig skilgreindu Kohli og Jaworski markaðshneigð? - Sem hegðun sem myndi styðja við innleiðingu á markaðsáherslu, víðtæk þekkingaröflun á núverandi og væntanlegum þörfum viðskiptavina. - Ákveðin hringrás sem í raun aldrei endar. - Um er að ræða aðgerðir sem fyrirtæki þurfa að framkvæma til að auka markaðshneigð sína en til þess að það náist er mikilvægt að ferlið sé skilvirkt.
Hverjir eru 2 kostir og 2 gallar við að nota milliliði? Nefndu dæmi um milliðiði. Kostir: 1. Fleiri snertifletir. 2. Getum ekki gert allt sjálf - Kjarnastarfsemin. 3. Traust. Gallar: 1. Annað fyrirtæki - Áherslur - Þjónusta 2. Traust Dæmi um milliliði: - TripAdvisor, Facebook, Booking.com, ferðaskrifstofur.
Hver eru hinir 4 drifkraftar sem liggja undir hvatningu? 1. Drif til að öðlast/eignast. 2. Drif til að mynda (tilfinninga)tengsl. 3. Drif til að skilja. 4. Drif til að verja/vernda.
Hvað felst í drifinu til að öðlast/eignast? Að við viljum alltaf eignast fleiri hluti/reynslu/peninga o.fl. sem styrkja velferð okkar. Við berum það sem við eigum alltaf við aðra og viljum alltaf meira.
Hvað felst í drifinu til að mynda (tilfinninga)tengsl? Ólíkt dýrum myndum við ekki bara tengsl við fjölskyldur og "ættbálka" heldur líka við stærri hópa eins og samtök, félög og þjóðir. Þegar þetta drif er uppfyllt má tengja það sterkum jákvæðum tilfinningum eins og ást og umhyggju en þegar það er ekki gert má tengja það neikvæðum tilfinningum seins og einmannaleika.
Hvað felst í drifinu til að skilja. Við höfum þörf fyrir að skilja heiminn í kringum okkur. Við verðum svekkt þegar hlutir virðast tilgangslausir og yfirleitt endurnærð af áskoruninni að finna svör.
Hvað felst í drifinu til að verja/vernda? Það er í eðli okkar að verja okkur, eignir okkar, afrek, fjölskyldur, vini, hugmyndir og skoðanir gegn ytri ógnum. Þetta kemur ekki bara fram sem árásargirni eða varnaraðgerðir heldur líka í þörf okkar að búa til stofnanir sem stuðla að réttlæti og hafa skýr markmið og ætlanir. Þegar þetta er uppfyllt leiðir það til öryggis- og sjálfsöryggistilfinninga og þegar það er ekki gert leiðir það til tilfinninga eins og ótta og gremju.
Hvernig er hægt að uppfylla drifið til að öðlast/eignast?
Hvernig er hægt að uppfylla drifið til að mynda (tilfinninga)tengsl?
Hvernig er hægt að uppfylla drifið til að skilja?
Hvernig er hægt að uppfylla drifið til að verja/vernda?
Hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar unnið er með hina 4 drifkraftar sem liggja undir hvatningu? Að vinna þarf jafnt að öllum 4 drifum, annars næst ekki sama ánægja og hvatning starfsmanna.
Show full summary Hide full summary

Similar

10 Mind Mapping Strategies for Teachers
Andrea Leyden
Geometry Formulas
Selam H
Dr Jekyll and Mr Hyde
Rosie:)
PE 1 Multi Choice Questions
Cath Warriner
Korean Grammar Basics
Eunha Seo
Revolutions and Turmoil: Russia 1905-1917
Emily Faul
Biological Psychology - Stress
Gurdev Manchanda
ENG LIT TECHNIQUES
Heloise Tudor
GCSE AQA Biology 2 Respiration & Exercise
Lilac Potato
History- Religion and medicine
gemma.bell
History- Medicine through time key figures
gemma.bell