Kafli 4 - Hugtök

Description

Þroskunarfræði (Kafli 4 - Frjóvgun) Flashcards on Kafli 4 - Hugtök, created by thorfinnurh on 24/04/2013.
thorfinnurh
Flashcards by thorfinnurh, updated more than 1 year ago
thorfinnurh
Created by thorfinnurh about 11 years ago
120
0

Resource summary

Question Answer
Acrosome - Hjálmbóla Hjálmbólan er mynduð út frá Golgi-kerfinu, og inniheldur ensím sem melta prótein og flóknar sykrur. Þ.a.l. hægt að líta á hjálmbóluna sem ummyndaða seytibólu. Þessi ensím sem geymd eru í hjálmbólunni eru notuð til að melta leið í gegnum ytri hjúpa eggsins.
Sperm head - höfuðpartur sáðfrumunnar Hjálmbólan og kjarninn mynda saman það sem kallað er höfuð sáðfrumunnar.
Hvernig hreyfa sáðfrumur sig? Það er mismunandi eftir tegundum, og fer eftir því hvernig tegundin hefur aðlagað sig umhverfinu. Í flestum tegundum (undt. þráðormar) hreyfir sáðfruman sig með svipu (flagellum).
Svipa (flagellum) sáðfrumunnar er hvernig samansett? Aðalhreyfihluti svipunnar er öxulþráður (axoneme), bygging sem mynduð er af örpíplum sem koma frá deilikorninu í grunni sáðkjarnans. Örpíplurnar eru 2 í miðju, og 9 tvöfaldar í kringum þessar 2. Þessar tvöföldu eru með 11 og 13 prótofilaments.
Hvað eru dynein sameindir? Dynein sameindir eru prótein sem föst eru við örpíplurnar. Þær eru krafturinn á bak við frumusláttinn. Dynein er ATPasi, ensím sem hydrolyze-ar ATP og umbreytir efnaorkunni í hreyfiorku sem knýr sáðfrumuna áfram.
Miðhluti sáðfrumunnar (midpiece) ATP-ið sem þarf til drífa sáðfrumuna áfram kemur frá hvatberum í miðhlutanum. Í miðhlutanum er deilikorn, hvatberar(orkukorn) og öxulþráður.
Eggið (ovum) Allt efni sem er nauðsynlegt fyrir upphaf vaxtar og þroskunar er geymt í egginu. Í umfryminu eru næringarefni, ríbósóm og tRNA, mRNA, ýmsir markandi þættr og varnarefni. Eggið er m.a. samsett úr hlauphjúp, vítellínhimnu, frumuhimnu, barkarbólum, orkukornum og einlitna kjarna.
Frumuhimna eggs (cell membrane) Frumuhimna eggsins umlykur umfrymið. Þessi himna verður að blandast við frumuhimnu sáðfrumunnar og einnig að stjórna flæði ákveðinna jóna á meðan á frjóvgun stendur.
Vítellínhimna (Vitelline envelope) Rétt utan við frumuhimnuna er að finna utanfrumugrind (matrix) sem myndar eins konarutan um eggið og er mjög mikilvægt þegar kemur að sperm-egg recognition, t.d. hvað varðar tegundasérvirkni. Vítellínhimnan inniheldur nokkur mismunandi glýkóprótein.
Hlauphjúpur (egg jelly) Mörg egg hafa hlauphjúp fyrir utan vítellínhimnuna. Glýkópróteinin í hlauphjúp hafa mörg hlutverk, en algengast er að þau komið sögu í því að laða að sér eða koma af stað sáðfrumum.
Egg spendýra (zona pellucida, cumulus og fleiri hugtök) Egg spendýra hafa utanfrumhimnu sem kallast zona pellucida. Spendýrseggið er einnig umlukið lagi af frumum sem kallast cumulus (ovarian follicel cells). Sáðfrumur spendýra verða að komast framhjá þessum frumum til að frjóvga eggið. Innsta lag cumulus kallast corona radiata. Spendýrsegg er líka með cortex sem er stífara en hin svæðin og tekur þátt í polymerasa örpíplur sem eru mikilvægar fyrir frumuskiptingar. Örpíplurnar mynda líka svokallað microvilli sem hjálpa hugsanlega sáðfrumum inn í eggið.
Hvernig þekkja egg og sáðfruma hvort annað? 1. Chemotaxis. Eggið seytir uppleystum sameindum sem laða sáðfrumuna að egginu. 2. Hjálmbólusvörun - sáðfruman brýtur sér leið inn að egginu. 3. Sáðfruman binst vítellínhimnu/zona pellucida. Tegundasérhæft ferli. 4. Sáðfruman fer í gegnum þessar himnur. 5. Samruni sáðfrumu og eggs - leið fyrir erfðaefnið.
Hjálmbólusvörun Hjálmbólusvörun er tegundasérhæft ferli sem í stuttu máli á sér stað þegar sáðfruman brýtur sér leið að egginu. Um leið og slímhjúpur eggs snertir sáðfrumuna bregst hún mjög skjótt við og hjálmbólan losnar í sundur og allt innihald hennar gusast út, og þessi efni eru notuð til að komast í gegnum hjúpinn. Þetta viðbragð á sér ekki stað nema þetta sé rétt egg.
Resact Resact er 14-amínósýrupeptíð sem er búið að einangra frá hlauphjúp ígulkerseggs. Resact flæðir auðveldlega úr hjúpnum út í sjóinn og hefur djúpstæð áhrif í mjög litlum styrk þegar því er bætt út í vökva með sáðfrumum af sömu tegund í. Nokkrum sekúndum eftir að einum dropa er bætt út í fara flestallar sáðfrumurnar beinustu leið þangað
Tegundasérvirkni Tryggir að sáðfruma frjóvgi egg af sömu tegund. Ekki sama hvað slímhjúpur það er, því það verður engin hjálmbólusvörun ef slímhjúpur er ekki réttur.
Hvað breytist í sáðfrumunni samfara hjálmbólusvörun? Eftir hjálmbólusvörun virkjast ýmsir hlutir í frumuhimnunni t.d. opnast kalsíum flutningsgöng svo kalsíum getur flust inn í sáðfrumuna. Jónaskipti verða líka (Na inn og H út – sýrustig hækkar inni í sáðfrumu). Fosfólípasi virkjast og hvatar losun Ca úr geymslum í umfrymi sáðfrumu: verið að búa til Ca púls inni í umfrymi sáðfrumunnar!!! Forvitnilegt að velta fyrir sér að nákvæmelga sama gerist þegar eggið frjóvgast (mikilvægt). Hefur áhrif á frumuhimnuna; báðar himnurnar (tvær tvöfaldar himnu liggja saman) hreinlega brotna ís undur; tengjast og verða algjörlega götóttar og brotna. Með því er allt innihald hjálmbólunnar losað.
Bindin - tegundasérvirkni Bindinsameindir þekkja tegund sinna eggja og þannig er tegundasérvirkni frjóvgunar tryggð. Tilraun var gerð sem sýndi fram á að einungis bindin ættað frá sáðfrumum sömu tegundum gat framkallað kekkjun eggjanna.
Fjölfrjóvgun - polyspermy Það er þegar fullt af sáðfrumum fara inn í eggið, og leiðir yfirleitt til hrikalegra afleiðinga í flestum lífverum. Sem dæmi þá leiðir frjóvgun einungis tveggja sáðfrumna í ígulkeri til þess að kjarninn verður þrílitna. Það leiðir til ýmissa slæmra hluta og flestar frumurnar deyja eða verða afmyndaðar.
Snögghindrun fjölfrjóvgunar Gerist 2-3 sekúndum eftir að fyrsta sáðfruma hefur runnið saman við frumuhimnu eggsins. Við það verður mikið spennufall/breyting. Venjulega spennan (-70 mV) fer upp í 20-30 mV. Þetta varir í skamman tíma og fer hægt og rólega aftur niður. Góð leið til að loka á sáðfrumur sem eru nálægt því að bindast.
Barkarbólusvörun Barkarbólur eru bólur sem sitja í þúsundatali við umfrymið tilbúnar að losa efnin í þeim út fyrir frumuhimnuna. Barkarbólusvörun verður í kjölfar þess að fyrsta sáðfruman snertir eggið. Skömmu síðar losa barkarbólurnar eftirfarandi: 1. Próteasa sem rjúfa tengsl frumuhimnu og vítellínhimnu. 2. Múkópólysakkaaríð sem valda því að sjór flæðir inn á milli himnanna og þenur þær frá hvor annarri. 3. Peroxíðasa sem herðir vítellínhimnuna 4. Hýalín sem myndar varnarhjúp um eggfrumurnar. Þannig losna aukasáðfrumur frá egginu.
IP3 Í dýraríkinu eru kalsíum jónir notaðar til að koma af stað þroskun við frjóvgun. En hvað er það sem leysir kalsíumjónirnar út? Það er IP3. Í dýraríkinu hefur verið sýnt fram á að IP3 er aðaltækið sem notað er til að leysa kalsíum jónir frá innanfrumugeymslum.
Mörkun (specification) fósturfrumu Mörkun nefnist það þegar fósturfruma tekur varanlegum innri breytingum, sem greina hana og afkomendur hennar frá öðrum frumum (öðruvísi mörkuðum) og beina henni og afkomendum hennar inn á afmarkaðri þroskabraut en þá sem fruman var á áður en mörkunin átti sér stað. Mörkun er afturkræf.
Ákvörðun (determination) Ákvörðun er mörkun sem er orðin svo skilyrðislaus og óafturkræf að þroskabrautinni sem hinni ákvörðuðu frumu, vefhluta eða vef hefur verið mörkuð verður ekki breytt með því að koma henni/honum fyrir á “ókunnugum” stað í fóstri.
Sjálfvirk mörkun Byggist á misdreifingu markandi/ákvarðandi efna (morphogenetic determinants) í egginu Klofnunarmynstur og örlög frumna kímfóstursins eru fastmótuð “Örlög” frumna að verulegu leyti ráðin áður en kemur að holfóstursmyndun – “mósaík þroskun” Séu einhverjar kímfrumur numdar brott úr kímfóstrinu geta frumurnar sem eftir eru ekki bætt það upp.
Skilyrt mörkun Mörkun byggist á víxlverkandi áhrifum milli frumna, - á hverjum tíma er staða frumna í fóstrinu lykilatriði Frumuörlög ráðast ekki endanlega við klofnun okfrumunnar Örlög frumna ráðast í mörgum þrepum og oft ekki fyrr en á skeiði holfóstursmyndunar eða jafnvel síðar Fóstrið getur brugðist við dauða eða brottnámi fósturfrumna með því að bæta þær upp (regulative development)
Show full summary Hide full summary

Similar

Kafli 4
thorfinnurh
Fósturlögin
thorfinnurh
Kafli 6 - Hugtök
thorfinnurh
Meginspurningar þroskunarfræðinnar
thorfinnurh
Hringrás lífsins
thorfinnurh
Mörkunarferlar
thorfinnurh
Nokkur spjöld
thorfinnurh
Kafli 7 - Hugtök
thorfinnurh
AS Pure Core 1 Maths (AQA)
jamesmikecampbell
An Inspector Calls: Mrs Sybil Birling
Rattan Bhorjee
GCSE PE
alexis.hobbs99