Félagsfræði - 2. kafli

Description

Flashcards on Félagsfræði - 2. kafli, created by agnesanna97 on 27/04/2014.
agnesanna97
Flashcards by agnesanna97, updated more than 1 year ago
agnesanna97
Created by agnesanna97 about 10 years ago
210
0

Resource summary

Question Answer
Spendýr Greindu sig frá skriðdýrum fyrir um 180 milljónum ára. Þau eru greindari en aðrar lífverur, hafa meiri aðlögunarhæfni og læra af reynslunni
Prímatar Komu fyrir um 70 Mára. Þeir eru oftast félagslyndir, með stóran heila, næmar hendur og gripfingur.
Menn komu fyrst fram fyrir um 8-14 milljónum ára Það sem greinir manninn frá dýrum er að hjá honum er pörun ekki bundin við neinn sérstakan árstíma og hann getur haft mök allan ársins hring.
Hinn laghenti maður (homo habilis) Kom fyrir um 2 milljónum ára Hann hafði málhæfni. Gatt ekki kveikt eld og notaði frekar frumstæð verkfæri.
Hinn upprétti maður (homo erectus) Kom fyrir um 1,5 milljónum ára Hann gat kveikt eld og smíðaði sér nokkur vönduð verkfæri. Talið er að þeir hafi verið veiðimenn og safnarar.
Neanderdalsmaðurinn eða homo sapiens. Kom fram fyrir um 200 þúsund árum. Hann hafði stórt heilabú en málhæfni hans var takmörkuð. Málastöðvar heilans voru ekki þróaðar.
Nútímamaðurinn eða homo sapiens sapiens. Kom fyrir um 200 þúsund árum en var einráður á jörðinni fyrir um 30 þúsund árum. Hinn viti borni maður. Í upphafi lifði hann eingöngu sem veiðimaður og safnari.
Menning Allt það sem maðurinn lærir og skapar sem þáttakandi í hóp.
Efnisleg menning Allir þeir áþreifanlegu hlutir sem maðurinn hefur skapað og gefið merkingu. T.d. stóll, bíll, bók og hús.
Huglæg menning Óhlutbundið sköpunarverk mannsins. T.d. tungumál, trúarbrögð, siðir og reglur.
Félagsleg athöfn Athöfn sem tekur mið af eða verður fyrir áhrifum af tilvist annarra manna.
Menning sem breytist með uppgötvunum Þá uppgötva menn eitthvað sem hefur verið til en var mönnum áður óþekkt.
Menning sem breytist með uppfinningum Þá finna menn eitthvað upp sem ekki var til t.d. tölvur.
Menning sem breytist með útbreiðslu nýjunga Algengasta orsök breytinga. Þekking, kunnátta og hugmyndir berast frá einu samfélagi til annars.
Gildi Eru almennar hugmyndir um hvað teljist gott, rétt og æskilegt. T.d. hjúskapartryggð og að vera góður við börn og dýr.
Viðmið Sameiginlegar reglur eða leiðbeiningar um hvaða hegðun er við hæfi hverju sinni. Væntingar eða kröfur sem aðrir gera varðandi hegðun tiltekins einstaklings. Hvað telst vera eðlileg eða venjuleg hegðun við þessar aðstæður í tiltekinni menningu.
Óskráðar reglur Reglur hversdagslífsins sem fólk er vanið að gera. T.d. að mæta á réttum tíma. Sá sem fylgir ekki óskráðum reglum er litinn hornauga - honum er ekki refsað.
Skráðar reglur Mun strangari viðmið. Lög og reglur sem skylt er að fara eftir
Félagslegt taumhald Aðferðir sem samfélagið notar til að stuðla að því að viðmið þess séu virt. Þræðir strengjabrúðunnar.
Viðgjöld Geta verið jákvæð og neikvæð, formleg og óformleg. Félagslegu taumhaldi er framfylgt með viðgjöldum.
Þjóðhverfur hugsunarháttur Viðhorf sem byggjast á þeirri hugmynd að heimabyggðin sé eini mælikvarðinn á siði annarra hópa. Að það sem viðkomandi hefur alist upp við sé réttara, betra, skynsamlegra og merkilegra en það sem aðrir hópar hafa tileinkað sér.
Félagslegur mismunur Mismunandi aðgangur hópa að lífsgæðum samfélagsins.
Menningarsjokk Af þjóðhverfum hugsunarhætti leiðir að menn geta fengið menningarsjokk þegar þeir koma í aðra framandi menningu. Getur birst í ýmsum myndum t.d. geðshræringu, þunglyndi, óánægju o.fl.
Afstæðishyggja Krafa um að aðeins sé hægt að skilja til fulls hvað tíðkast í öðrum samfélögum í ljósi viðmiða og gilda sem þar ríkja. Gengur út á að skilja ákveðna menningu út frá henni sjálfri en dæma hana ekki út frá eigin menningu.
Menningarkimar Hópar sem lifa ekki að öllu leyti í samræmi við ríkjandi menningu, þeir geta haft önnur gildi, viðmið og lífsstíl.
Fordómar Fordómar byggja oft á staðalmyndum um fólk í tilteknum hópi.
Að gera blóraböggull úr minnihlutahópi Þá er þeim kennt um ef eitthvað fer úrskeiðis í samfélaginu.
Minnihlutahópur Er hópur sem hefur lakari félagslega stöðu en ráðandi hópur í samfélaginu og þar af leiðandi lítil eða engin völd. Hefur ekkert með fjölda að gera heldur valdaleysi.
Rasismi Eru fordómar gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út og byggir á þeirri trú að útlitsþættir eins og húðlitur segi til um eiginleika fólks.
Nýrasismi eða menningarrasismi Byggir á þeirri hugmynd að fólk sem er mjög ólíkt menningarlega getur ekki búið í sama samfélagi og ólíkt útlit segi einnig til um ólíka menningu.
Show full summary Hide full summary

Similar

English Literary Terminology
Fionnghuala Malone
French -> small but important words for GCSE
georgie_hill
The Norman Conquest 1066-1087
adam.melling
My SMART School Year Goals for 2015
Stephen Lang
French Grammar- Irregular Verbs
thornamelia
Of Mice and Men - Themes
Hafsa A
8 Motivational Quotes for Students
Andrea Leyden
Bay of Pigs Invasion : April 1961
Alina A
Using GoConqr to teach Maths
Sarah Egan
Using GoConqr to study English literature
Sarah Egan
2PR101 1.test - Doplňující otázky
Nikola Truong